Butoh Workshop með Gio Ju frá Suður Kóreu
fimmtudagur, 4. janúar 2024
Butoh Workshop með Gio Ju frá Suður Kóreu
Sunnudaginn 7. janúar frá 10:00-17:00 heldur listakonan Gio Ju frá Suður Kóreu vinnustofuna "Winter Butoh in Iceland: Journey the unknown - HAFSJÓR" í Pilates hjá Láru Stefáns, Síðumúla 8 í Reykjavík.
Gio Ju er butoh dansari, leiðbeinandi og performance listakona. Gio er frá Suður Kóreu en hefur búið á Indlandi í u.þ.b. 10 ár. Hún starfaði sem leiðbeinandi í Subbody Resonance School á Indlandi í 5 ár. Hún hefur gefið Butoh vinnustofur víðs vegar um heim. Þetta er þriðja heimsókn Gio til Íslands. Hún kom hingað fyrst til að dansa í tilefni sýningarinnar “Marþræðir” eftir Ástu Vilhelmínu Guðmundsdóttur á Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka og 2022 var hún þátttakandi í alþjóðlegu listahátíðinni og vinnustofunni Oceanus Hafsjór á Eyrarbakka.
Verð er 10.000,- . Skráning og nánari upplýsingar hjá Ástu Vilhelmínu Guðmundsdóttur.
asta@astaclothes.is
+354 8971949 (Asta)