top of page

Brynhildur Þorgeirsdóttir: JARÐRASK í Höggmyndagarðinum

508A4884.JPG

fimmtudagur, 20. júlí 2023

Brynhildur Þorgeirsdóttir: JARÐRASK í Höggmyndagarðinum

Verið hjartanlega velkomin á opnun á Jarðrask eftir Brynhildi Þorgeirsdóttir í Höggmyndagarðinum á Nýlendugötu 17a þann 20 júlí kl 17:00.



Sýningin er einnig fögnuður á 40 ára starfsafmæli listamannsins en Brynhildur er ein af kanónum íslenskrar myndlistar. Skúlptúrarnir hennar beita sér ofan í jörðu í Höggmyndagarðinum og raska láréttum sjónarmiðum. Brynhildur mótar verk sín úr ýmsum efnum en hún hefur unnið mikið með sand steypt gler og steypu en lífrænu formin sem birtast í verkum hennar draga mögulegar línur sínar frá lögmálum náttúrunnar. Samband hennar við náttúruþættina er kjarninn í list hennar. Með formlegu tilliti til skúlptúr listar mótar hún verk sín, á sama hátt og náttúran sjálf vinnur leyfir hún verkum sínum að koma fram af sjálfu sér á óvæntan hátt. Forneskjuleg og hrjúf snúa þau endum og upptökum sínum ofan í moldina í Höggmyndagarðinum. Eru þau að fela sig? þó ekki betur en svo að þau feli sig mögulega aðeins fyrir sjálfum sér. Þarna er góðkunningjar, verk sem hafa verið sýnd áður og nýir vinir. Þann 2. september mun Brynhildur bjóða fólki í athöfn í garðinum en þar með verða slegin lok í sýninguna og fjörutíu ára starfsafmæli listamannsins verður fagnað.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page