top of page

Bryndís Magnúsdóttir – Strengur

508A4884.JPG

fimmtudagur, 3. júlí 2025

Bryndís Magnúsdóttir – Strengur

Opnun föstudaginn 4. júlí kl. 18:00–20:00

Bryndís Magnúsdóttir er fædd árið 1997 og uppalin í Reykjavík.
Hún útskrifaðist með BA gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2022.

Bryndís er fjöllistakona sem tekið hefur þátt í samsýningum erlendis og hér heima. Hún leikur sér með mörk myndlistar og hönnunar og hefur hún rannsakað skörunina þar á milli.
Verk hennar geta verið ögrandi og tjáningarrík en meining þeirra oft dulinn áhorfandanum.

Sýningin Strengur er fyrsta einkasýning Bryndísar.

Í sýningunni leiðir hún okkur inn í rými þar sem sammannleg tengsl eru könnuð – þau sem við finnum með skynfærunum og hin sem búa undir yfirborðinu.

Hvað er það sem tengir okkur?
Hver eru ósýnilegu böndin sem liggja á milli manna, minninga og efnis?

Verkin teygja sig yfir ólíkar miðlanir, þar sem áferð, hreyfing og nánd gegna lykilhlutverki. Þau eru eins konar þræðing milli hins áþreifanlega og þess óáþreifanlega – milli líkama og tilfinninga, efnis og merkingar. Áhorfandinn verður þátttakandi í samtali sem á sér stað án orða, þar sem strengurinn – sem myndlíking eða form – dregur fram þá ósýnilegu þræði sem binda okkur saman.

Opnunartímar:
Föstudagur 4. júlí: 18:00 – 20:00
Laugardagur & sunnudagur, 5. – 6. júlí: 13:00 – 16:00
Mánudagur & þriðjudagur, 7. – 8. júlí: 15:00 – 18:00



English

Bryndís Magnúsdóttir – Strengur
Opening Friday, July 4th from 18:00 to 20:00

Bryndís Magnúsdóttir was born in 1997 and raised in Reykjavík.
She graduated with a BA degree in product design from the Iceland University of the Arts in 2022.

Bryndís is a multidisciplinary artist who has participated in group exhibitions both abroad and in Iceland. She plays with the boundaries between visual art and design and has explored the intersection between the two.
Her works can be provocative and expressive, yet their meaning is often hidden from the viewer.

The exhibition Strengur is Bryndís’s first solo show.

In the exhibition, she leads us into a space where human connections are explored – those we sense with our bodies and those that lie beneath the surface.

What is it that connects us?
What are the invisible threads that run between people, memories, and material?

The works stretch across different media, where texture, movement, and intimacy play key roles. They act as a kind of threading between the tangible and the intangible – between body and emotion, material and meaning.
The viewer becomes a participant in a wordless conversation, where the string – as metaphor or form – brings forth the invisible threads that bind us together.

Opening Hours:
Friday, July 4: 18:00 – 20:00
Saturday & Sunday, July 5–6: 13:00 – 16:00
Monday & Tuesday, July 7–8: 15:00 – 18:00

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page