top of page

Breytingar á norðurslóðum: stefnumót lista og vísinda

508A4884.JPG

fimmtudagur, 4. september 2025

Breytingar á norðurslóðum: stefnumót lista og vísinda

Föstudaginn 5. september kl. 16:00 opnar í Safnahúsi Borgarfjarðar, Borgarnesi, sýningin Breytingar á norðurslóðum. Sýningin er sett upp í samstarfi við rannsóknarhópinn Changes on Northern Shores (CNS). Hópurinn samanstendur af listamönnum og vísindafólki víða að úr heiminum sem á það sameiginlegt að vinna að því að varpa ljósi á þær breytingar sem eiga sér stað á norðurslóðum. Þau tengja saman listir og vísindi og með því leitast hópurinn við að varpa ljósi á hnignun líffræðilegs fjölbreytileika norðurslóða og þær loftslagsbreytingar sem eiga sér stað þar og um leið hvetja til aukinnar umhugsunar um sjálfbærni og umhverfismál.

Á sýningunni gefur að líta fjölbreytta nálgun í sköpun og ólíka tækni við vinnslu verkanna. Hljóðverk, skúlptúrar, myndbandsverk, ljósmyndir og blönduð tækni er meðal þess sem gestir sýningarinnar geta notið auk þess sem gestum býðst að setja mark sitt á sýninguna með þátttöku í ákveðnum verkum.

Um er að ræða virkilega áhugaverða sýningu um málefni sem varða okkur öll. Sýningin tekur bæði á þeim ógnum sem náttúra og lífríki standa frammi fyrir á norðurslóðum sem og því sem hægt er að gera til að sporna við neikvæðum breytingum á lífríki og vistkerfum og hvernig listir og vísindi geta unnið saman að því að vekja okkur til umhugsunar um umhverfi okkar.

Þátttakendur í sýningunni eru þau: Ásthildur Jónsdóttir, Fernando Ugerte, Filipa Samarra, Josefina Posch, Kaisu Koivisto, Liisa Kanerva, Mark IJzerman, Ove Mikal Pedersen, Sara De Clerck, Sébastien Robert, Tiu Similä, Tulle Ruth og Valgerður Hauksdóttir.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page