top of page

Brúðuleikhús - TakkTakk í Borgarbókasafninu Spönginni

508A4884.JPG

fimmtudagur, 26. október 2023

Brúðuleikhús - TakkTakk í Borgarbókasafninu Spönginni

"Smátt og smátt erum við að uppgötva Ísland. Undarlegu lyktina af heita vatninu, gnauðið í vindinum, mykrið, sem færist í aukana. Dökkar sjávarverur sem klifra upp í vitann þegar allir þorpsbúar eru í fastasvefni. Norðurljós í felum á bak við skýin, en við vitum að þetta furðulega fyrirbæri er þarna úti. Einmana bæir við fjallsræturnar, gríðarstórir jöklar. Selir. Sérstök birta sem lætur manni finnast sem sérhver stund hér sé einstakari en nokkurs staðar annars staðar. Við erum að læra að skilja þetta allt."

Brúðuleikhús í myrkri fyrir 8 ára og eldri!

Aðeins 18 komast að í einu.

Tékkneska listafólkið Johana Bártová og Jakub Sulik sýna afrakstur vinnustofudvalar sinnar á Korpúlfsstöðum undanfarið, á vegum SÍM (Sambands íslenskra myndlistarmanna).
Tónlist: Guðmundur Ari Arnalds.

Viðburðurinn er ókeypis, en skráning er nauðsynleg.
Frekari umsjón veitir: Sigríður Stephensen, sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page