top of page

Borghildur Óskarsdóttir: Aðgát

508A4884.JPG

fimmtudagur, 14. mars 2024

Borghildur Óskarsdóttir: Aðgát

Laugardaginn 16. mars kl. 15.00 verður opnuð ný sýning á Kjarvalsstöðum sem ber heitið Borghildur Óskarsdóttir: Aðgát.

Borghildur Óskarsdóttir (f. 1942) á merkan listferil að baki sem spannar um sex áratugi og er enn að, því listin er samofin lífi hennar og starfi.

Á sýningunni Aðgát er varpað ljósi á frjóan og marþættan feril Borghildar, listnálgun og verk, en samhliða sýningunni er gefin út vönduð bók þar sem verk hennar eru sett í samhengi við listir og fræði, sögu og samtíma.
Borghildur vinnur verk sín í fjölbreytilega miðla listsköpunar; grafík, teikningu, texta, málverk, höggmyndir, ljósmyndun, vídeó, hljóð, bókverk, innsetningar, gjörninga og þannig mætti telja áfram. Enginn efniviður eða leið til framsetningar myndverka er Borghildi óviðkomandi.

Aðgát er fjölbreytt og yfirgripsmikil sýning sem er afrakstur rannsóknarvinnu Aðalheiðar Lilju Guðmundsdóttur sem jafnframt er sýningarstjóri. Listasafn Reykjavíkur hlaut Öndvegisstyrk Safnaráðs árið 2021 til þess að rannsaka hlut kvenna í íslenskri myndlist í samstarfi við námsbraut í listfræði við Háskóla Íslands. Sýningin er önnur af þremur sem úr þessum Öndvegisstyrk kemur en við upphaf árs 2023 opnaði vegleg sýning á verkum Hildar Hákonardóttur á Kjarvalsstöðum sem var afrakstur rannsóknar Sigrúnar Ingu Hrólfsdóttur.

Öllum er boðið að vera við opnun sýningarinnar laugardaginn 16. mars kl. 15.00 á Kjarvalsstöðum.

Sýningin Borghildur Óskarsdóttir: Aðgát stendur yfir til 9. júní 2024.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page