top of page

Borgarbókasafn Spönginni: SAMSPIL - Þórdís Elín Jóelsdóttir og Marilyn Herdís Mellk

508A4884.JPG

fimmtudagur, 15. desember 2022

Borgarbókasafn Spönginni: SAMSPIL - Þórdís Elín Jóelsdóttir og Marilyn Herdís Mellk

Myndlistarkonurnar og vinkonurnar Þórdís Elín Jóelsdóttir og Marilyn Herdís Mellk eiga margt sameiginlegt, þær voru samtímis í grafíknámi í Myndlista- og handíðaskóla Íslands á sínum tíma og hafa rekið saman vinnustofu og gallerí á Korpúlfsstöðum.

Íslensk náttúra er þeim báðum hugleikin og spilar stóran þátt í myndlist þeirra beggja, þó ólikar séu. Í verkunum á sýningunni kanna þær samspil manns og náttúru og nota til þess mismunandi tækni í grafík.

Þórdís Elín Jóelsdóttir lauk námi frá grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1988. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér á landi og erlendis.
Marilyn Herdís Mellk stundaði nám við California College of Arts and Crafts og síðar við grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands, þaðan sem hún lauk námi árið 1987. Hún hefur einnig haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga.

Verið öll velkomin á opnun sýningarinnar, laugardaginn 10. desember kl. 14!
Hana má svo skoða á opnunartíma safnsins, mán-fim 10-19, fös 11-18 og lau 11-16.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page