top of page
Blóm fyrir mömmu á Mokka

miðvikudagur, 28. maí 2025
Blóm fyrir mömmu á Mokka
Þann 22. maí opnar „Lalli“ sína fyrstu einkasýningu „Blóm fyrir mömmu“ með málverkum frá 2024 til 2025 á Mokka.
„Lalli“ bjó hjá móður sinni, Karólínu, þangað til hún lést arið 2019. Hann hóf að mála á unga aldri og mestan hluta ævi sinnar sat hann við að mála blómamyndir við hlið móður sinnar. Karólína fékkst einnig við að mála myndir frá því hún var barn og sýndi myndir sínar einu sinni í Mokka-kaffi árið 1962. Til minningar um móður sína heldur Lalli nú sýningu á blómamyndum sínum á sama stað.
Opið daglega frá kl. 9.00 til 18.00, sýningin stendur til 1. júlí. nk.
bottom of page