top of page

Birting/Dawning í Grafíksalnum

508A4884.JPG

fimmtudagur, 6. mars 2025

Birting/Dawning í Grafíksalnum

Á sýningunni eru olíumálverk og vatnslitaverk sem unnin eru á síðustu tveimur árum. Í verkunum birtast óljósar en lifandi vísanir í ytri raunveruleika og náttúrufyrirbæri, þar sem straumvatn, gróður, himinn og jörð birtast og vekja upp hugmyndir um flæði, birtu, kyrrstöðu og tíma í síbreytilegri ásýnd náttúrunnar.

Aðalheiður Valgeirsdóttir er myndlistarmaður og sjálfstætt starfandi listfræðingur. Hún útskrifaðist frá grafíkdeild Myndlista-og handíðaskóla Íslands árið 1982 og hefur unnið að myndlist síðan. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér á landi og erlendis. Hún lauk BA og MA gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands og hefur unnið ýmis verkefni á því sviði, m.a. sem kennari, greinahöfundur og sýningarstjóri í söfnum og galleríum. Aðalheiður er félagi í SÍM, FÍM, Íslensk grafík og Listfræðafélagi Íslands.

Opnun verður fimmtudaginn 6. mars kl 17:00
Opið fimmtudaga til sunnudaga kl 14-18

Öll Hjartanlega velkomin.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page