top of page

Birgir Andrésson & Lawrence Weiner í i8 Gallery: Seinni hluti

508A4884.JPG

fimmtudagur, 25. maí 2023

Birgir Andrésson & Lawrence Weiner í i8 Gallery: Seinni hluti

i8 kynnir seinni hluta sýningar á verkum Birgis Andréssonar (1955-2007) og Lawrence Weiner (1942-2021, Bandaríkin). Á seinni hlutanum verða til sýnis verk eftir þessa tvo brautryðjendur sem hafa sjaldan eða aldrei verið sýnd áður. Opnun fer fram í dag, 25. maí, kl 17-19 og stendur sýningin til 1. júlí.

Tungumálið er kjarni sköpunarferils Lawrence og Birgis. Báðir listamennirnir, sem einnig voru vinir, tengjast mætti orðanna órofa böndum og nota þau sem tjáningaraðferð, sér í lagi með því að leggja áherslu á sjónrænt afl textans. Birgir og Lawrence rannsökuðu takmörk listarinnar með því að teygja sig út fyrir hefðbundnar hugmyndir um eðli hluta í rými og áhorfandann og sköpuðu þannig nýjar leiðir til tjáningar. Með tilvistar- og heimspekilegum hugleiðingum þróuðu báðir listamennirnir einstakar aðferðir við listsköpun sem bergmáluðu á alþjóðagrundvelli og breyttu stefnu samtímalistar.

Birgir sýndi fyrst í i8 árið 2000 og Lawrence árið 2005. Báðir listamenn spila veiga mikið hlutverk í sögu gallerísins og hafa veitt samlistafólki sínu í i8, og víðar, mikinn innblástur. Yfir báða hluta sýningingarinnar má sjá innsetningar, skúlptúra, málverk og verk á pappír og undirstrikar sérhvert verk hina fjölbreyttu miðla og tímabil sem einkenna starfsferil listamannanna tveggja.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page