top of page

Big Be–Hide (Að vera – falinn) — Alicja Kwade

508A4884.JPG

fimmtudagur, 17. júlí 2025

Big Be–Hide (Að vera – falinn) — Alicja Kwade

FRÉTTATILKYNNING

Big Be–Hide (Að vera – falinn) eftir Alicju Kwade
Listasafn Íslands – Hallargarðurinn
1. júní 2025 – 1. maí 2026

FRÉTTATILKYNNING

Listasafn Íslands kynnir með stolti útilistaverkið Big Be–Hide (2018) eftir Alicju Kwade, sem nú er til sýnis í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg, við hlið safnsins. Verkið verður til sýnis til 1. maí 2026.

Big Be–Hide eftir Alicju Kwade er hluti af röð verka þar sem listamaðurinn notar spegla til að ögra sjónrænum skilningi áhorfandans. Skúlptúrinn er nú til sýnis í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg, við hlið Listasafn Íslands og er í láni frá i8 gallerí til 1. maí 2026. Verkið samanstendur af tveimur steinum – náttúrulegum steini og annarri útgáfu af sama steini sem hefur verið speglaður og steyptur í ál. Steinarnir tveir eru aðskildir með tvíhliða spegli. Í verkinu leikur Alicja sér að hugmyndum um það sem er hulið og það sem er sýnilegt, hvað er spegilmynd og hver upphaflega myndin er í raun. Út frá sjónarhorni áhorfandans birtast steinarnir ýmist sem spegilmyndir eða eins og þeir séu sýnilegir í gegnum glerið, sem skapar dularfulla víxlverkun þar sem raunveruleiki og sjónblekking renna saman.

Alicja Kwade er pólsk-þýsk listakona, sem fæddist í Katowice í Póllandi árið 1979, á tímum þegar landið var enn undir kommúnistastjórn. Hún flúði síðar til Vestur-Þýskalands ásamt fjölskyldu sinni. Þegar hún var 19 ára flutti hún til Berlínar og stundaði nám í þrívíðri myndlist við Listaháskólann í Berlín á árunum 1999 til 2005. Verk hennar eru í mörgum helstu söfnum víða um heim.

Frekari upplýsingar veita: dorothee.m.kirch@listasafn.is og elisa.b.gudmundsdottir@listasafn.is

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page