top of page

BHM: BHM semur um aðgang fyrir félagsmenn að fyrirtækjaskóla Akademias

508A4884.JPG

föstudagur, 28. janúar 2022

BHM: BHM semur um aðgang fyrir félagsmenn að fyrirtækjaskóla Akademias

BHM hefur samið við fræðslufyrirtækið Akademias um aðgang að rafrænum fyrirtækjaskóla þess fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM. Akademias er rafrænn vettvangur fyrir menntun og þjálfun sem býður upp á fjölda lengri og styttri námskeiða og námslína. Listi yfir námskeið í fyrirtækjaskóla eru neðar í þessum tölvupósti.

Fjórða iðnbyltingin og óskir félagsmanna
Það hefur verið stefna BHM út frá fjórðu iðnbyltingunni að auka rafræna fræðslu til félagsmanna. Aðstæður vegna heimsfaraldurs flýttu því ferli töluvert en undanfarin tvö ár hefur BHM lagt mikla áherslu á að bjóða upp á vandaða rafræna fræðslu. Lokaður rafrænn vettvangur fyrir námskeið og fyrirlestra var settur upp hér og hefur nýting námskeiða aukist til muna með tilkomu hans.

Jafnframt kom skýrt fram í nýlegri þjónustukönnun vegna fræðslu BHM að félagsmenn eru langánægðastir með að hafa aðgang að rafrænum námskeiðum þegar þeim hentar og að geta tekið þátt í námskeiðum í beinni hvar sem þeir eru staddir á landinu. Áhersla hefur því verið lögð á að taka upp námskeið og fyrirlestra og hafa aðgengilega í a.m.k. viku í kjölfarið á lokaða rafræna vettvangnum.

Samningur BHM og Akademias
Innifalið í samningnum er aðgangur að 39 rafrænum námskeiðum sem nú eru á vef Akademias auk annarra námskeiða sem bætast við hjá þeim á árinu. BHM fagnar samningnum því námskeiðin eru afar fjölbreytt og spennandi og mæta vel þeim óskum félagsmanna sem fram komu í fyrrnefndri þjónustukönnun. Hér neðar á síðunni er yfirlit yfir námskeiðin sem félagsmönnum standa til boða hjá Akademias. Þess má geta að ekki var samið um aðgang að Microsoft námskeiðum því samskonar námskeið voru aðgengileg öllum félagsmönnum á námskeiðasíðu BHM allt síðasta ár.

Hér er annar listi yfir þau námskeið sem eru á fræðsludagskrá BHM á þessu misseri. Á dagskrá eru fjölbreyttir fyrirlestrar og námskeið sem félagsmenn geta tekið þátt í í rauntíma en þó rafrænt vegna aðstæðna. Sem fyrr þá eru flest námskeið og fyrirlestrar tekin upp og aðgengileg í viku í kjölfarið, nema annað sé tekið fram.

Skráning í fyrirtækjaskóla Akademias
Þegar þú skráir þig færðu aðgang að öllum námskeiðum fyrirtækjaskóla Akademias út árið 2022. Samið var um pláss í samræmi við þann fjölda sem hefur nýtt sér námskeið á fræðsludagskrá BHM undanfarið ár.
Því er mikilvægt að hafa í huga að við skráningu þá skuldbindur þú þig til að sækja a.m.k. eitt námskeið hjá fyrirtækjaskóla Akademias.

Smelltu hér til þess að skrá þig í fyrirtækjaskóla Akademias með aðgangi í gegnum BHM. Þú færð svo tölvupóst með nánari upplýsingum og kóða til að skrá þig inn.

https://www.bhm.is/um-bhm/fraedsla/dagskrafraedslu/nanar/670

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page