top of page

Bergmál landsins - Samsýning Leirlistafélagsins

508A4884.JPG

fimmtudagur, 8. maí 2025

Bergmál landsins - Samsýning Leirlistafélagsins

Verið hjartanlega velkomin á opnunarhóf vorsýningar Leirlistafélags Íslands BERGMÁL LANDSINS í rými Handverks og hönnunar á Eiðistorgi (við hliðina á vínbúðinni) laugardaginn 10. maí kl. 14-16. Sýningarstjóri er Búi Bjarmar Aðalsteinsson.

Sýningin stendur til 1. júní og er opin fimmtudaga - sunnudaga frá 12-17.

Meðfram sýningunni verða fjórir viðburðir, námskið, erindi, og pop-up markaður.

Í þessari samsýningu leirlistafólks úr röðum Leirlistafélags Íslands er samtal leirs og náttúru sett í miðju hringsins – það samtal verður fjölbreytt og felst í ýmiskonar formrannsóknum og aðferðum þar sem náttúran fær að stýra hendinni. Verkin sem hér birtast eru mótuð úr efni jarðar, mótuð af höndum sem hlusta á leirinn og landslagið, og tala þannig tungumál náttúrunnar.

Sýningin er óður til náttúrunnar í öllum sínum fjölbreytileika: frá hrjúfum hraunflötum til mjúka mosans, frá gárum vatnsins að nöprum kossi vindsins. Formin eru lífræn, óregluleg og lifandi — þau minna okkur á það sem vex, hverfur, breytist og kemur aftur. Hér mætast formin, litirnir og áhrifin sem náttúran kallar fram.
Með þessum verkum er dregin upp mynd af handverki sem virðir efniviðinn okkar og talar inní framtíð sem virðist oft stefna hraðbyri að glötun. Í heimi þar sem oft fennir yfir tengslin við náttúruna opnast hér gluggi að dýpri skilningi – þar sem listin minnir okkur á tengsl okkar við heildina, hluti af moldinni sem við stígum á og mótum.

Sýnendur eru:

Aldís Yngvadóttir
Anna S. Hróðmarsdóttir
Auður Gunnarsdóttir
Elísabet Haraldsdóttir
Guðný Rúnarsdóttir
Guðrún Indriðadóttir
Halldóra Hafsteinsdóttir
Hafdís Brands
Helga Arnalds
Hólmfríður Vídalín
Hrönn Waltersdóttir
Katrín V. Karlsdóttir Dyrving
Ólöf Erla Bjarnadóttir
Ólöf Sæmundsdóttir
Ylona Supèr

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page