top of page
Berg Contemporary gefur SÍM listaverkabækur að gjöf
fimmtudagur, 26. september 2024
Berg Contemporary gefur SÍM listaverkabækur að gjöf
Berg Contemporary gaf Sambandi íslenskra myndlistarmanna á dögunum bækur að gjöf eftir íslenska og erlenda listamenn sem sýnt hafa hjá galleríinu. SÍM þakkar kærlega fyrir gjöfina en hægt er að skoða bækur og tímarit um íslenska og erlenda listamenn á skrifstofu SÍM í Hafnarstræti 16 á opnunartíma.
BERG Contemporary hefur það að markmiði að bjóða upp á fjölbreyttan vettvang fyrir samtímalist með því að vera fulltrúi nýsköpunar og rótgróinna listamanna með dagskrá nýstárlegra sýninga. BERG Contemporary er staðsett í gamalli glerverksmiðju í Reykjavík.
bottom of page