BERG Contemporary: ANALOGY - Jóna Hlíf Halldórsdóttir - Listamannaspjall

fimmtudagur, 22. september 2022
BERG Contemporary: ANALOGY - Jóna Hlíf Halldórsdóttir - Listamannaspjall
Listamannaspjall
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
24.09.2022
Kl.14:00
BERG Contemporary
________
Jóna Hlíf Halldórsdóttir er höfundur sýningarinnar LÍKING / ANALOGY, sem nú stendur yfir í BERG Contemporary.
Næstkomandi laugardag, klukkan 14, mun hún leiða gesti í gegnum sýningu sína í samtali við Auði Aðalsteinsdóttur.
Auður er doktor í bókmenntafræði og ritstjóri bókarinnar Brim Hvít Sýn sem fjallar um myndlist Jónu Hlífar Halldórsdóttur, innsetningar og textaverk.
Um er að ræða lokahnykk í sýninga-þríleik Jónu Hlífar, þar sem hún vinnur með samspil ljósmynda og texta og merkingu tungu¬málsins. Fyrri sýningarnar voru Meira en þúsund orð í Lista¬safninu á Akur¬eyri 2020 og síðar Fífu¬logar á Kaffi Mokka 2021.
Hægt verður að nálgast bókina Brim Hvít Sýn á spjallinu.