BERG Contemporary: Ævarandi hreyfing - Sigurður Guðjónsson
miðvikudagur, 19. október 2022
BERG Contemporary: Ævarandi hreyfing - Sigurður Guðjónsson
Laugardaginn 22. október á milli 15 og 19, bjóðum við ykkur velkomin á sýningaropnun Sigurðar Guðjónssonar í BERG Contemporary, þar sem verkið Ævarandi hreyfing verður til sýnis.
Ævarandi hreyfing var frumsýnd fyrr á þessu ári á Feneyjatvíæringnum, sem haldinn var í 59. sinn, en Sigurður var fulltrúi Íslands þetta árið. Sýning verksins í BERG Contemporary er sú fyrsta á verkinu utan Feneyja. Sýningin er jafnframt fyrsta sýningin í nýjum sal gallerísins sem hefur verið í byggingu undanfarin ár.
Sigurður Guðjónsson er best þekktur fyrir hrífandi tímatengd verk sín þar sem manngerðar vélar og tækniminjar eru oftar en ekki í brennidepli. Hann rannsakar torræða og falda þætti þeirra, sem eru rétt handan sjónarsviðs okkar. Listamaðurinn gerir tilraunir með myndavélalinsum, mismunandi sjónarhornum, ljósi og hreyfingu, til að magna upp og skoða formin og umbreytingarnar sem eiga sér stað í samverkun þeirra við umhverfið.
Ævarandi hreyfing byggist á nálgun Sigurðar Guðjónssonar
á orkuflæði efnislegra hluta.
Í gegnum tilraunir með linsur, ljós og hreyfiafl magnar hann upp
og skoðar tiltekin form og hluti og afhjúpar
orku þeirra. Ofurnærmyndum af málmryki
er varpað á stóran, tvískiptan skjá sem getur af sér ljóðræna
skynupplifun og umbreytir rýminu í skúlptúr.
Umskipti og upplausn á örkvarða birtast í verkinu
á hrífandi og djúpstæðan hátt.
Með einum, órofnum straumi leggur Sigurður áherslu á einstaka þætti þessa áþreifanlega atburðar ásamt
þeirri samfelldni sem á sér stað innan hans. Það sem
á sér stað innan straumsins virðist staðna í tíma og
verða háð hreyfilögmálum skjásins og
hrjúfs hljóðverksins sem umlykur rýmið. Sjónræn blæbrigði
myndefnisins endurspegla og eru í samtali við smáatriði hljóðheimsins.
Skjárinn verður að glugga inn í nýtt rými þar sem
við getum uppgötvað marglaga örheim sem, þrátt fyrir að vera
yggjandi kunnuglegur, hefur aldrei sést áður.
Í Ævarandi hreyfingu kannar Sigurður og fangar
orkur og tíðnir efnis í viðvarandi,
persónulegri hrifningu sinni af því falda og ósnerta
sem umkringir okkur. Með því að skapa rými til uppgötvunar og
í gegnum þau ferli sem hann skapar þau, sýnir
Sigurður næmt auga fyrir blæbrigðum náttúrunnar og áhuga á því að umbreyta
þeim í ljóðrænar, alltumlykjandi upplifanir.
-Texti eftir Mónicu Bello, sýningarstjóra íslenska skálans
Ævarandi hreyfing var frumsýnt fyrr á þessu ári á Feneyjatvíæringnum, sem haldinn var í 59. sinn, en Sigurður var fulltrúi Íslands þetta árið. Sýning verksins í BERG Contemporary er sú fyrsta á verkinu utan Feneyja. Sýningin er jafnframt fyrsta sýningin í nýjum sal gallerísins sem hefur verið í byggingu undanfarin ár.
Sigurður Guðjónsson er best þekktur fyrir hrífandi tímatengd verk sín þar sem manngerðar vélar og tækniminjar eru oftar en ekki í brennidepli. Hann rannsakar torræða og falda þætti þeirra, sem eru rétt handan sjónarsviðs okkar. Listamaðurinn gerir tilraunir með myndavélalinsum, mismunandi sjónarhornum, ljósi og hreyfingu, til að magna upp og skoða formin og umbreytingarnar sem eiga sér stað í samverkun þeirra við umhverfið.
Samspil hljóðs og sjónar er einkennandi í verkum Sigurðar. Listamaðurinn notar margslungna hljóðheima sem grundvöll verka sinna sem eykur áherslu á hljóðræna eiginleika sjónrænu rannsóknanna og skapar sterkari tengsl við viðfangsefnið. Perpetual Motion inniheldur hljóðverk sem Sigurður vann í samstarfi við íslenska tónlistarmanninn Valgeir Sigurðsson. Hljóðverkið rímar við grófa áferð myndefnisins og er unnið úr lagskiptum rafhljóðum sem hefur verið hagrætt með kornhljóðgervlun.
Verkefnið var unnið í samstarfi við Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og Mónicu Bello, sýningarstjóra íslenska skálans.
Sýningarskrá sem kom út í tengslum við sýninguna var gefin út af DISTANZ, Studio Studio sá um hönnun og umbrot, skráin var sett saman og styrkt af Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, Listasafni Reykjavíkur og BERG Contemporary. Þar að auki opnar ný sýning listamannsins, í sýningarstjórn Mónicu Bello, í Listasafni Reykjavíkur þann 20. október 2022.