top of page

Beinskeitt orð og grallastafir: Anton Helgi Jónsson & Sigurlín Bjarney Gísladóttir

508A4884.JPG

fimmtudagur, 11. apríl 2024

Beinskeitt orð og grallastafir: Anton Helgi Jónsson & Sigurlín Bjarney Gísladóttir

Beinskeytt orð og grallastafir heitir sýning sem skáldin Anton Helgi Jónsson og Sigurlín Bjarney Gísladóttir opna í Litla Gallerýi við Strandgötu 19 í Hafnarfirði fimmtudaginn 11. april kl. 18.00.

Verkin á sýningunni tipla á mörkum mynda og texta þar sem bókstafi og orð má nota á margvíslegan hátt og lesa á ýmsa vegu; afturábak og áfram, upp og niður, milli lína og þvert á allar venjur. Bókstafirnir sem birtast gestum geta ýmist staðið einir sér og verið sjálfstæð tákn eða myndað orð sem rekja minningar einstaklinga og hópa. Verkin hafa skáldin skapað hvort í sínu lagi en saman hafa þau mótað yfirbragð verkanna eins og þau birtast á sýningunni. Sum verkin eru gömul, önnur eru ný, sum snúast um söguna, önnur um framtíðina en öll snúast þau um að flækja orð og finna aðra leshætti en tíðkast venjulega.

Sigurlín Bjarney Gísladóttir (1975) nam íslensku og ritlist við Háskóla Ísland. Hún hefur gefið út fjórar ljóðabækur, eitt smásagnasafn og eina skáldsögu. Sigurlín Bjarney starfar sem kennari við fjölbrautaskóla. Síðasta verk hennar var skáldsagan Sólrún sem kom út árið 2022.

Anton Helgi Jónsson (1955) nam heimspeki og bókmenntafræði í Stokkhólmi. Hann gaf út sína fyrstu ljóðabók árið 1974 og hefur síðan birt fjölda verka í bókum, tímaritum og samfélagsmiðlum. Síðasta verk hans var ljóðabókin Þykjustuleikarnir sem kom út árið 2022

Sýningaropnun verður 11. apríl frá 18:00-20:00 og allir velkomnir!

Aðrir opnunartímar:
Föstudagur 12. apríl 13:00 - 18:00
Laugardagur 13. apríl 12:00 - 17:00
Sunnudagur 14. apríl 14:00 - 17:00

Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page