top of page

Baldvin Einarsson: Augnlokin þyngjast

508A4884.JPG

miðvikudagur, 17. september 2025

Baldvin Einarsson: Augnlokin þyngjast

Á sýningunni í Gallery Port sýnir Baldvin ný verk unnin í hina ýmsu miðla, flest verkanna eru textaskotin á einn eða annan hátt. Hversdagsleg skilaboð úr ýmsum áttum eru tekin fyrir, villur, fáránleiki og margt fleira.

Baldvin Einarsson stundaði myndlistarnám við LHÍ og svo The Royal Academy of Antwerpen í Belgíu, en hann býr þar og starfar um þessar mundir. Baldvin hefur sýnt víða hér á Íslandi og í Belgíu, auk þess hér og þar um Evrópu. Augnlokin þyngjast er fyrsta einkasýning Baldvins í Gallery Port.

Augnlokin þyngjast stendur yfir til 20. september og er opið miðvikudaga til föstudags milli 12-17 og laugardaga frá 12-16. Einnig eftir samkomulagi.

Allar nánari upplýsingar um sýninguna má nálgast í skilaboðum og á info@galleryport.is

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page