top of page
Baldur Helgason & Patty Spyrakos í Vinnustofu Kjarval

miðvikudagur, 20. ágúst 2025
Baldur Helgason & Patty Spyrakos í Vinnustofu Kjarval
Velkomin á opnun sýningar Baldurs Helgasonar og Patty Spyrakos, IN TRANSIT, fimmtudaginn 21. ágúst, á Fantasíu, viðburðarsal Vinnustofu Kjarval, Austurstræti 10a, 2. hæð.
Opnunin fer fram milli klukkan 19-21 og eru allir velkomnir.
Að verkunum á IN TRANSIT hafa þau Baldur og Patty unnið síðustu mánuði og sýna þau málverk, keramik og önnur þrívíð verk
Sýning er unnin í samstarfi Skúla Gunnlaugssonar, Vinnustofu Kjarvals og Gallery Port.
IN TRANSIT stendur uppi til loka desember og er sýningin opin almenningi mánudaga til föstudaga milli 13-18 og einnig eftir samkomulagi.
Allar frekari upplýsingar og verkaskrá sýningarinnar má nálgast hjá info@galleryport.is
bottom of page


