Bakland LHÍ óskar eftir framboði til stjórnar Listaháskólans

miðvikudagur, 23. apríl 2025
Bakland LHÍ óskar eftir framboði til stjórnar Listaháskólans
Stjórn Baklands LHÍ óskar eftir framboði til stjórnar Listaháskólans vegna þess að eitt sæti í stjórn er að losna. Öllum er frjálst að senda inn framboð sem stjórn baklandsins mun í kjölfarið taka afstöðu til.
Framboð skulu vera einföld: stutt ferilsskrá + kynningarbréf (ekki meira en ein blaðsíða). Framboð sendist á: baklandsstjorn@lhi.is í síðasta lagi þann 25. apríl n.k.
Karen María Jónsdóttir, leikhúsfræðingur og dansari er í sumar að ljúka störfum í stjórn að hætta í stjórn LHÍ eftir sex ára setu þar. Varamaður hennar er Ísold Uggadóttir.
Aðrir fulltrúar baklandsins í stjórn LHÍ eru Hildur Gunnlaugsdóttir, arkitekt og Sveinbjörn Baldusrsson, kvikmyndagerðarmaður. Varamaður Hildar er Jóhann G. Jóhannsson, leikari. Varamaður Sveinbjarnar er Mist Þorkelsdóttir tónskáld.
Athugið að við meðhöndlun framboða er stjórn baklandsins skylt að taka tillit til laga félagsins, nánar tiltekið:
Stjórn Baklandsins kýs árlega úr innsendum framboðum einn aðalmann og einn varamann í stjórn LHÍ til þriggja ára í senn. Meirihluti greiddra atkvæða ræður úrslitum. Séu atkvæði jöfn fer formaður Baklandsins með oddaatkvæði. Stjórnarmaður í stjórn LHÍ getur að hámarki setið tvö kjörtímabil samfellt.
Við ákvörðun um fulltrúa í stjórn LHÍ skal haft í hávegum að téðir fulltrúar skuli vera starfandi og/eða viðurkenndir lista‐ og/eða fræðimenn á fagsviðum LHÍ. Stjórnendur menningarstofnana og atvinnulífs eru jafnframt gjaldgengir til setu í stjórn LHÍ.
Við ákvörðun um fulltrúa til stjórnarsetu í LHÍ skal stjórn Baklandsins gæta að faglegu jafnvægi milli faggreina til samræmis við markmið og þarfir LHÍ hverju sinni.
Fastráðnir starfsmenn, nemendur LHÍ og þeir sem hafa fjárhagslegra hagsmuna að gæta, sbr. skipulagsskrá LHÍ og starfsreglur stjórnar LHÍ eiga þess ekki kost að sitja í stjórn LHÍ.
Til að gæta faglegs jafnvægis viljum við minna á að núverandi fulltrúar eru með sérþekkingu á sviði kvikmyndagerðar, annarsvegar, og arkítektúrs og hönnunar, hinsvegar. Til að tryggja faglegt jafnvægi milli fagreina, sem er skylda Baklandsins, hvetjum við sérstaklega fólk með þekkingu á sviði myndlistar, tónlistar eða sviðslista til að senda inn framboð.
Við viljum einnig árétta að núverandi varamenn geta einnig sótt um að gerast aðalmenn í stjórn.