top of page

Bókverkamarkaðurinn í Reykjavík - Reykjavík Art Book Fair

508A4884.JPG

fimmtudagur, 23. maí 2024

Bókverkamarkaðurinn í Reykjavík - Reykjavík Art Book Fair

Bókverkamarkaðurinn í Reykjavík verður haldinn í þriðja sinni í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi fimmtudaginn 23. maí milli klukkan 17–22. Markaðurinn verður opinn föstudag til sunnudags frá klukkan 12–17.

Þátttakendur koma víðsvegar að, austan hafs og vestan, að norðan og sunnan og munu allir koma með full koffort af bókverkum til að sýna og selja milliliðalaust. Bókverkamarkaðurinn er alþekkt form og á sér fyrirmynd víðs vegar um heim þar sem ægir gjarnan saman sjálfstætt starfandi listamönnum og listamannareknum rýmum, galleríum, söfnum og óhefðbundnum bókaforlögum, aðgerðarsinnum, ljóðskáldum, listnemum, bóhemum og menningarvitum sem kynna bókverk, ritlinga (zine), hönnunargripi, listtímarit, fjölfeldi, hlutfeldi, sýningaskrár, catalogue raisonné, ljóðabækur og fleira áhugavert.

Sýningar munu opna samhliða í heimagalleríinu 1. h.v., í Nýlistasafninu, Y Gallery og Associate gallery þar sem bókverk fjölmargra frábærra listamanna verða sýnd.

Dyr Bókverkamarkaðarins opna klukkan 17 þann 23. maí og munu ævintýrahugarnir í Grugg & Makk sjá til þess að gestir geti vætt kverkarnar og vermt brjóstið. Á sunnudeginum skýtur Blómstra upp anga á Bókverkamarkaðnum og hægt verður að njóta kaffis og meððí frá föstudegi til sunnudags.

Bókverkamarkaðurinn í Reykjavík er unninn í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands með stuðningi frá Reykjavíkurborg.

Þátttakendur:

Set Margins' publications
Void
Consonant Collective
cover crop
FOSS PRESS
Scott McCarney Visualbooks
Skriða bókaútgáfa
ARKIR
Ars Longa forlag
BERG Contemporary
Kjáni Thorlacius
MAISON COMMUN
Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson
Þorgerður Ólafsdóttir
Ljósmyndaskólinn
Karíba útgáfa
The Icelandic Drawing Center
EGONSCHÖNÉ
Kannski
Björn Heimir Önundarson
Fyrirbæri / Pysja
PhotoCollective.net
Solveig Thoroddsen
Almar Greta Salka Tóta Collective
Prent & vinir
Myndlist á heimilum
Hamraborg Festival
Svavarssafn
Eygló Harðardóttir
1.h.v. Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir,
Listasafn Íslands
i8
Mixtables - (shared table)
stop over press
Lefteris Jakúmakis
hafnar.haus
Myndlistardeild Listaháskóla Íslands
Grafísk hönnun, Listaháskóla Íslands
Associate Gallery
Safnasafnið
Listasafn Reykjavíkur
Brumm Brumm

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page