top of page

Bókverkamarkaðurinn í Reykjavík í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi

508A4884.JPG

fimmtudagur, 30. mars 2023

Bókverkamarkaðurinn í Reykjavík í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi

Reykjavík Art Book Fair opnar öðru sinni, nú í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi fimmtudaginn langa, 30. mars milli 17-22 og verður opið föstudag til sunnudag frá 12-17.
Líkt og á sambærilegum viðburðum víðsvegar um heiminn koma innlend og erlend forlög, útgefendur og listamenn saman á Reykjavík Art Book Fair og selja eigin verk og útgáfur milliliðalaust. Fyrsta útgáfa Reykjavík Art Book Fair heppnaðist sérlega vel, með útgáfuhófum, miklu lífi og fjöri og fjölmörgum gestum.
Á listbókamessum ægir gjarnan saman sjálfstætt starfandi listamönnum og listamannareknum rýmum, galleríum, söfnum og óhefðbundnum bókaforlögum, aðgerðarsinnum, ljóðskáldum, listnemum, bóhemum og menningarvitum sem kynna eða kynna sér bókverk, ritlinga (zine), hönnunargripi, listtímarit, fjölfeldi, hlutfeldi, sýningaskrár, catalogue raisonné, ljóðabækur og fleira áhugavert.
Reykjavík Art Book Fair er unnið í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands með stuðningi frá Reykjavíkurborg.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page