top of page

Bókasafn Garðabæjar: Stríð og friður - Birgir Rafn Friðriksson

508A4884.JPG

föstudagur, 18. mars 2022

Bókasafn Garðabæjar: Stríð og friður - Birgir Rafn Friðriksson

Birgir Rafn Friðriksson - BRF er myndlistarmaður mars mánaðar á Bókasafni Garðabæjar.

Titill sýningar BRF er Stríð og friður og sýnir Birgir Rafn þar 21 málverk. Opið er á opnunartíma safnsins og stendur sýningin til mars loka.

HVAÐ ER HÉR AÐ SJÁ Verkin sem ég vildi sýna hér hafa það flest sameiginlegt að fjalla á sinn hátt um spennu. Ég vildi búa til sýningu úr þeim, einskonar spennu sýningu, þrátt fyrir drjúgan aldursmun verkanna og þá staðreynd að þau sýna ólíkar tegundir og nálganir mínar. Spenna er alveg hreint magnað fyrirbæri, margslungin orka á milli einhvers, á milli einhverra aðila, milli hluta, sjónarmiða, hugmynda, hugsjóna, kynþátta, myndir af ást og hatri, þess sem má og má ekki eða, eins og við listamennirnir segjum: einfaldlega milli lita, lína og forma á myndfleti. Og menn eru afar næmir á spennu, sem aftur talar til okkar, hreyfir við manni, æsir mann upp og/eða róar niður, veitir tilhlökkun eða ótta, virkar fráhrindandi eða aðlaðandi, jafnvel bæði í senn. Það er eins og spenna sé líf og óspenna dauði!? Titillinn á sýningunni, Stríð og friður, á að endurspegla þetta spennu tal mitt, hreyfinguna, hreyfiöflin, en um leið líka þann frið sem jafnan ríkir á bókasöfnum. Kannski gerir friður bókasafnsins verkin meira spennandi og verkin frið bókasafnsins enn meiri? Og fyrst Pútín vildi endilega ráðast inn í Úkraínu, þá verður sú tenging líka að fylgja með. Þar er stríð, hér er friður og vonandi eru verkin spennandi.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page