Bókasafn Garðabæjar: Ást í Meinum - Ást í Leynum...
Ást hjá öllum og ekki neinum - Hulda Hreindal
laugardagur, 3. desember 2022
Bókasafn Garðabæjar: Ást í Meinum - Ást í Leynum...
Ást hjá öllum og ekki neinum - Hulda Hreindal
Ást í Meinum - Ást í Leynum...
Ást hjá öllum og ekki neinum
Við erum ÖLL ♡LEGA VELKOMIN og þið líka!
Sýningin er opin á opnunartíma safnsins og mun standa út árið.
Enn eina ferðina er Hulda Hreindal með sýningu í Bókasafni Garðabæjar í samstarfi við Grósku félag myndlistarmanna í Garðabæ.
Hulda er myndlistarmaður desembermánaðar og sýnir hún að þessu sinni eldri verk, um 20 verk sem flest eru unnin á bilinu 2008 - 2018.
Þema sýningarinnar er Ást og Umhyggja og Þrá eftir hinu Góða, að vera Umvafin Kærleik og Hlýju.
Er það ekki það sem við öll þurfum á að halda?
Hulda er hafnfirsk myndlistarkona sem var lengi vel með vinnustofu í Dvergshúsinu eða frá 2008 og þar til Dvergur var rifinn. Síðan þá hefur hún verið með vinnustofu sína í Lyngási 7 Garðabæ.
Árið 1981 útskrifaðist Hulda frá Duncan of Jordanstone College of Art and Design University of Dundee í Skotlandi.
Hulda hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis þar með talið á Kjarvalsstöðum og í Hafnarborg ásamt fjölmörgum öðrum viðburðum tengt listum.
Með bestu kveðju og fyrirfram þökkum...