Axis // Öxull í Þulu
fimmtudagur, 15. ágúst 2024
Axis // Öxull í Þulu
Þula gallerí býður ykkur velkomin á opnun dúó sýningar listamannanna Kristín Morthens & Scott, Axis // Öxull í Þulu, Marshallhúsinu laugardaginn 17.ágúst klukkan 17:00-19:00.
Abstrakt málverk er samstarf. Þú verður að vinna með heiminum í kringum þig, þýða frumefni lífsins yfir í myndbyggingu. Ekki hið bókstaflega landslag og fígúrur, heldur tilfinningar, skynjun, áru, liti og form sem umlykja okkur. Málarinn verður milliliður fyrir þessar upplifanir og breytir þeim í alþjóðlegt tungumál listarinnar. Þaðan bjóða óhlutbundin málverk áhorfandanum inn - þar sem þeir eru beðnir um að íhuga það sem þeir sjá.
Í „Öxull“, tveggja manna sýningu á abstrakt málverkum Scott Everingham og Kristínar Morthens, er tungumál abstraktsins til staðar í tveimur aðskildum en einkennandi aðferðum sem bregðast við og tengjast hver annarri. Ferli beggja málara er háð endurtekningu. Hvert málverk viðurkennir það sem á undan því kom. Að auki er hver pensilstroka undir áhrifum þess sem áður var. Í aðdraganda sýningarinnar áttu listamennirnir í samtali milli Toronto, Kanada og Reykjavíkur, um verk sín. Í þessu samtali tóku þau eftir ákvörðunum og ómeðvituðu stefi sem tengdi málverk þeirra saman.
Fyrir Scott er málverk leið til að búa til sjónræna framsetningu á meðvituðu og ómeðvituðu umhverfi. Rýmin eru bæði óraunveruleg - skálduð rými sem stangast á við rökfræði og eðlisfræði – en einnig kunnugleg form og litir fengnir úr lífinu í kringum um okkur. Í málverkinu "Morning Hymns" eru margslungin litróf til staðar, þar förum við frá fíngerðum pastel-appelsínugulum yfir í blátt, yfir í djúp-vínrauðan og gulan, til ákveðinna pensilstroka sem staflað er ofan á hvor aðra í línu. Þessar tæknilegu ákvarðanir skapa bæði sátt og togstreitu sem stendur fyrir utan náttúruna og heiminn eins og við þekkjum hann.
Málverk Kristínar Morthens sameina landslag, fígúrutífu og abstrakt og skapa millirými sem ekki er auðvelt að henda reiður á. Í málverki Kristínar, "Sameiginleg þrá í draumóra fortíðar," virðast veðurkerfi renna saman í gegnum blöndu af hörðum, skörpum línum og mjúkum hornum. Sveiflan á milli þykkra pensilstroka og útþynntrar málningar breytir skynjun áhorfandans á rými og dýpt. Í málverkum Kristínar stígum við inn í heim sem er líkur okkar eigin, en þó ólíkur. Þessi heimur minnir á drauma, geim eða neðansjávar-landslag og fylgir brengluðum náttúrulögmálum, svo sem óeðlilegu þyngdarafli.
Uppbygging heimanna í málverkum Scott og Kristínar skapar saman hliðstæðan abstrakt veruleika. Málverkin tala saman eins og þau hafi komið frá skálduðum eða draumkenndum stað. Til að skilja annað verður þú að skilja hitt. Til að komast inn í óvenjulegt landslag Kristínar hjálpar að skilja rannsókn Scott á undirmeðvitundinni. Til að skilja rými og fleti Scotts má skoða andrúms-eignleika í verkum Kristínar. Málararnir tveir tala saman, í samvinnu.