top of page

Auglýst eftir sýningarstjóra - TORG listamessa 2024

508A4884.JPG

fimmtudagur, 15. febrúar 2024

Auglýst eftir sýningarstjóra - TORG listamessa 2024

Sýningarstjóri óskast fyrir TORG Listamessu sem haldin verður á á Korpúlfsstöðum dagana 4.-13. október 2024.

Hlutverk sýningarstjóra er m.a. að
- taka þátt í hugmyndavinnu um áherslur og ímynd sýningar
- afmarka viðfangsefni / þema
- velja þátttakendur í samvinnu við sýningarnefnd
- leiðbeina og svara fyrirspurnum myndlistarmanna
- skipuleggja og stjórna uppsetningu sýningar
- sjá um textagerð og sýningarskrá í samvinnu við verkefnastjóra
- aðstoða kynningarstjóra vegna markaðsmála og samskipti við fjölmiðla
- móta dagskrá með viðburðum í tengslum við sýninguna, og stuðla að samstarfi við skóla, stofnanir og félagasamtök í næsta nágrenni

Hæfnikröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Brennandi áhugi á íslenskri samtímalist
- Traust reynsla af sýningarstjórnun
- Rík samskiptahæfni

Sýningarstjóri þarf að geta unnið með fólki úr ýmsum áttum, stýrt vinnu, hvatt aðra áfram og sýnt frumkvæði. Nákvæm vinnubrögð og hæfni til að vinna að fjölbreyttum verkefnum eru mikilvægir eiginleikar ásamt hæfni í skipulags- og áætlanagerð. Sýningarstjóri skal fylgja siða-og verklagsreglum SÍM.

Um verktakvinnu er að ræða. Starfshlutfall er 25%. Laun samkvæmt samkomulagi.

Umsækjendur eru beðnir að skila ferilskrá ásamt kynningarbréfi sem lýsir áhuga á starfinu og hæfni umsækjanda. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknarfrestur er til 31. mars næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir skrifstofa SÍM á sim@sim.is eða í síma 551 1346.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page