top of page

Auglýsing fyrir framkvæmdastjórastöðu SÍM

508A4884.JPG

föstudagur, 20. júní 2025

Auglýsing fyrir framkvæmdastjórastöðu SÍM

Samband íslenskra myndlistarmanna auglýsir eftir framkvæmdastjóra félagsins. Leitað er að einstaklingi með þekkingu á rekstri og stjórnun sem hefur brennandi áhuga á starfsumhverfi myndlistarmanna.

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri SÍM og gætir hagsmuna félagsmanna. Hann sinnir meðal annars innlendum og alþjóðlegum samskiptum, samningagerð og starfsmannahaldi, auk þess að fara með fjárreiður sambandsins.

Helstu verkefni og ábyrgð

Rekstur og umsjón skrifstofu SÍM.

- Fjárhagsáætlanagerð, eftirfylgni og uppgjör.

- Tengiliður við opinberar stofnanir ríkis og borgar.

- Umsjón með vefsíðu og samfélagsmiðlum.

- Þjónusta við félagsmenn SÍM.

- Umsjón með, framkvæmd og eftirfylgni verkefna SÍM.

- Fjármögnun starfsemi SÍM.


Menntunar- og hæfniskröfur

- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.

- Reynsla af stjórnun og rekstri.

- Reynsla af samningagerð.

- Hugmyndaauðgi og lausnamiðuð nálgun við framkvæmd verkefna.

- Góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.

- Drifkraftur, ábyrgð og skipulagshæfni.

- Góð tölvukunnátta ásamt þekkingu á vefumsjón.

- Góð íslensku og enskukunnátta.

- Þekking á starfi SÍM og/eða annarra félagasamtaka er kostur.

Umsóknarfrestur er til 30. júní n.k. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Um fullt starf er að ræða.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Anna Eyjólfs, formaður SÍM, formadur@sim.is, s. 891-7148

Sótt er um rafrænt á https://alfred.is/starf/framkvaemdastjori-sim

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page