top of page

Associate Gallery: Skotvopnaleikur - Þórunn Dís Halldórsdóttir

508A4884.JPG

föstudagur, 18. nóvember 2022

Associate Gallery: Skotvopnaleikur - Þórunn Dís Halldórsdóttir

Þórunn Dís Halldórsdóttir sýnir nýtt myndbandsverk í Associate Gallery.
Opnun fimmtudaginn 17. nóvember kl. 18:00.

Skotvopnaleikur.

Ég er ekki tapsár mér finnst bara skemmtilegra að lifa mig inn í það, afhverju má það ekki vera spennandi? Það er bara svo ótrúlega pirrandi þegar þú vinnur alltaf og mér líður bara svo vel þegar ég vinn þig alltaf. Ég fíla samt líka þegar þú ert betri í einhverju en ég og vinnur en stundum verð ég hrædd um að það sé niðurlægjandi.

Fiskar synda um kóralla á loftinu í herberginu mínu og þú leikstýrir mér með mjúkum orðum og ég leik endurteknar senur á milli draums og raunveruleika, öll athygli þín á hreyfingum líkama míns en öll athygli mín er á dýptinni í röddinni þinni.

Þegar þú ferð of djúpt inn í mig, veit ég að þú finnur líka fyrir óendanlega dýpinu mínu sem fyllist aldrei heldur vill bara meira. Ég klára alltaf allt sem þú átt og það er einu sinni ekki nóg en við vitum bæði að ekkert gæti nokkurn tíma verið það hvort sem er.

Í verkum sínum notar þórunn dís heimildar myndatöku af hinu persónulega og hversdagslega sem nokkurs konar tilraun til að skilja eigin raunveruleika.
Þórunn Dís Halldórsdóttir, f. 1998, útskrifaðist með BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands sumarið 2021.

Sýningin stendur til 28. nóvember, er opin laugardaga og sunnudaga milli 14 - 16 og eftir samkomulagi sími 8576354.
Associate Gallery, Köllunarklettsveg 4, 104 Reykjavík.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page