Arthur Ragnarsson: Sólstöður
fimmtudagur, 13. júní 2024
Arthur Ragnarsson: Sólstöður
Arthur Ragnarsson opnar sýningu sína Sólstöður í sal Myndlistarfélagsins á Akureyri
Kaupvangsstræti 12. Opið er laugardaginn 22. og sunnudag 23. júní kl.14.00-17.00
Opið verður einnig helgina 29. – 30. júní kl.14.00-17.00
Nú stendur sólin hæst á himni. Um leið breytir Jörðin gangi sínum um sólina og hallar sér aftur hægt og rólega fram að jólum. Hreyfing jarðar knýr hringrás lífsins og þessi breyting hefur mótað vistkerfi og lífríki frá uppafi tíma. Frá því að við mannfólkið fórum að hugsa og spá í stjörnurnar hafa þessi mögnuðu skil fangað hug okkar. Áður var talið að mörkin á milli heims mannsins og sviðs hins yfirnáttúrulega væru þynnri á sólstöðum.
Á sýninguni má sjá vinnubrögð í grafít og akrýl á striga. Myndefnið er sprottið úr hugarflugi og skynrænum vinnubrögðum og felur í sér spurningar um samskipti mannsins við náttúruöflin og lífríki jarðar.