Artak105 Gallery: „Þetta er mér náttúrulegt / It‘s in my nature“ - Sara Sif Kristinsdóttir
þriðjudagur, 23. ágúst 2022
Artak105 Gallery: „Þetta er mér náttúrulegt / It‘s in my nature“ - Sara Sif Kristinsdóttir
Artak105 Gallery, Skipholti 9. 105 Reykjavík
„Þetta er mér náttúrulegt / It‘s in my nature“
Sara Sif Kristinsdóttir opnar sína fyrstu einkasýningu í Reykjavík
Opnunartímar:
Langur-Fimmtudaginn 25. ágúst kl 17-20, léttar veitingar verða í boði
Föstudaginn 26. ágúst kl 13 – 17.
Laugardaginn 27. ágúst kl 13 – 17.
Sunnudaginn 28. ágúst kl 13 – 17.
Mánudaginn 29. ágúst kl 13 – 17.
Listsköpun Söru er fjölbreytt og spannar alla miðla eins og mun sjást á þessari yfirlitssýningu. Olíumálun á þó hjarta hennar en teikning var hennar fyrsta ást. Skúlptúrar og vatnslitir koma líka mikið við sögu. Náttúran og gróteska eru hennar aðal viðfangsefni þar sem hún tekur og bjagar íslenska náttúru, furðulegar plöntur og sveppi, allt blandað saman við myrkrið og dauðann.
Á þessari sýningu verða til sýnis verk sem spanna feril Söru frá því hún útskrifaðist, bæði gömul og ný. Flest verkin eru til sölu en þó eru nokkur sem koma úr einkaeigu velunnara eða eru þegar seld.
Um listamanninn:
Sara Sif Kristinsdóttir (f. 1992) býr og starfar á Akureyri. Hún útskrifaðist af Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri árið 2019 en áður hafði hún numið myndlist við Fjölbrautarskóla Suðurlands, Fjölbrautarskólann í Breiðholti, Myndlistarskóla Reykjavíkur og Den Klassiske Tegneskole í Kaupmannahöfn, Danmörku. Þetta er fyrsta sýning Söru utan Akureyrar en hún hefur haldið sýningar í sal Kaktusar og í Mjólkurbúðinni, sýningarsal Myndlistarfélags Akureyrar reglulega síðan 2019.
Instagram: sara.sif
Facebook: Sara Sif - Artist