top of page

Artak: Rörsýn - Rósa Sigrún Jónsdóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson

508A4884.JPG

fimmtudagur, 10. nóvember 2022

Artak: Rörsýn - Rósa Sigrún Jónsdóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson

Sýningin Rörsýn opnar 10. nóvember kl 17 í Artak, Skipholti 9, 105 Reykjavík. Opnunartími: Opnun 10 nóv kl 17. Opið fimmtudag til sunnudags 14-17.
Síðasti sýningardagur 20. nóvember. kl 17.

Um sýnendur
Rósa Sigrún Jónsdóttir útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands 1987 og Listaháskóla Íslands 2001. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga á Íslandi og erlendis og tekið þátt fjölmörgum samsýningum.
Nú á síðustu árum má nefna sýningarstaði eins og Listasafn Íslands, Listasafn Árnesinga, The Metropolitan Arts Center in Belfast ( The MAC ), Art Stays listahátíðina í Slóveníu, Kajaani Art Museum í Finnlandi og Cartavetra gallerí í Flórens. Á þessum stöðum hafa viðfangsefni hennar einkum verið textíltengdar innsetningar og skúlptúrar.

Páll Ásgeir Ásgeirsson er blaðamaður, leiðsögumaður og rithöfundur. Hann hefur skrifað fjölda leiðsögubóka um Ísland en einnig ævisögur. Má þar nefna "játningar Láru miðils" og "Fóstbræðralag", sögu Karlakórsins Fóstbræðra. Þá skrifaði hann ásamt Bjarna Guðmarssyni, sagnfræðingi bókina " Ekki dáin bara flutt" sögu spíritisma á Íslandi. Síðast en ekki síst er Páll skúffuskáld sem nú stígur fram.
Páll Ásgeir Ásgeirsson is an Icelandic journalist, guide and writer. He has written many guidebooks about Iceland but also books on spiritualism and history. Last but not least he is an unpublished poet, now stepping forward.


Um sýninguna /kynning á viðburðinum:
Rörsýn
Rósa Sigrún Jónsdóttir myndlistarmaður dvaldi sjö vikur í Oqaatsut, rétt norðan við Ilulissat á vesturströnd Grænlands í svartasta skammdeginu á síðasta ári. Samfélag 25 íbúa, lamað af Covid hömlum í kulda og myrkri árstíðarinnar gaf fá tækifæri til beinna samskipta en sjónauki á þrífót í stofunni gaf færi á skoðun úr fjarlægð.
Páll Ásgeir Ásgeirsson rithöfundur og leiðsögumaður, eiginmaður Rósu Sigrúnar, dvaldi með henni í Oqaatsut. Saman skoðuðu þau grænlenskt samfélag í heimskautarökkrinu og fyrstu áhrifin birtast á þessari sýningu í teikningum Rósu og ljósmyndum og ljóðum Páls Ásgeirs.
Í augum aðkomumanns er margt undarlegt í árþúsunda menningu mótaðri af myrkri og kulda, skorti og gnótt á víxl. Samfélagið líkist ísjaka. Aðeins 10% eru sýnileg. Annað er utan seilingar og lítt greinilegt. Tímabundinn gestur verður fljótt grunnhygginn sérfræðingur í yfirborðinu og skautar á því þegar heim er komið án þess að sjá myrkrið í djúpinu.
Þessi sýning er brot af því sem við sáum, einskonar rörsýn inn í samfélag þjóðar sem er í senn svo nálæg Íslendingum en þó svo óralangt í burtu. Vorið 2023 býðst Rósu einkasýning í Listasafninu í Ilulissat. Þessi sýning er nokkurs konar skissa eða “stöðutékk” í þeim undirbúningi.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page