top of page

ART67: Tímamót - Gugga

508A4884.JPG

fimmtudagur, 7. mars 2024

ART67: Tímamót - Gugga

GUGGA, Guðbjörg Sigmundsdóttir (f.1953) stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1976, síðan í Sjúkraliðaskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1980. Á árunum 1999-2001 stundaði hún nám í History of Culture and Art við University of Bath, Englandi. Guðbjörg hefur um árabil stundaði nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur, Málaskólanum Mími og Myndlistaskóla Kópavogs. Hún hefur verið með einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér á landi og erlendis.

Sýningin Tímamót er hugleikin náttúru Íslands og litlum sjávar þorpum. Abstrakt form, leikur að formum og litum. Útkoman er alla jafna tilviljanakennd, enda reyni ég að virkja undirvitundina við sköpunina. Áskorunin er fólgin í að stilla saman formum og litum úr náttúru Íslands og varpa því á striga. Þetta er norræn listræn nálgun þar sem landslagið tengist tilbeiðslu og dulúð. Fyrir Íslending er landslagið heilagt, eitthvað sem við tilbáðum og óttuðumst í margar aldir. Í dag er landið og vatnið okkar dýrmætasta djásn, hið íslenska litaspjald og sú litadýrð sem býr í íslenskri náttúru. Myndirnar eru olíumálverk unnar á striga. gsigm@centrum.is

Sýningin stendur til loka mars, er sölusýning og eru allir hjartanlega velkomnir.

Art67 er opið sem hér segir:
Mánudaga - föstudaga 11:00 - 18:00
Laugardaga 11:00 - 17:00
Sunnudaga 13:00 – 16:00

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page