ART67: Sunna Björk: Fjúk
fimmtudagur, 4. apríl 2024
ART67: Sunna Björk: Fjúk
Opnun ART67: Sunna Björk: Fjúk: Laugard. 6. Apríl milli 14-16. Öll velkomin.
Þetta er hennar fyrsta myndlistarsýning hjá ART67. Hún lærði myndlist í FG og hélt síðan til Hollands til að læra djasstónlist. Eftir nokkur ár þar var leiðinni heitið í ljósmyndanám til Flórens á Ítalíu.
Sunna Björk hefur flakkað mikið um heiminn og búið á ótal stöðum og upplifað ótrúlegustu hluti. Hún er mikill náttúruunnandi og hefur gengið mikið um óbyggðir Íslands síðustu ár og hefur sú iðja haft áhrif á listtjáningu hennar. Sunna Björk vinnur verk sín í olíu sem eru látlaus og stílhrein náttúruverk. Hún vinnur mikið með flæði og tilfinningar sem glöggt má sjá í verkum hennar.
Sýningin stendur til loka apríl, er sölusýning og eru allir hjartanlega velkomnir.
Art67 er opið sem hér segir: Mánudaga - föstudaga 11:00 - 18:00 Laugardaga 11:00 - 17:00 Sunnudaga 13:00 – 16:00