top of page

ART67: Sunna Björk: Fjúk

508A4884.JPG

fimmtudagur, 4. apríl 2024

ART67: Sunna Björk: Fjúk

Opnun ART67: Sunna Björk: Fjúk: Laugard. 6. Apríl milli 14-16. Öll velkomin.

Þetta er hennar fyrsta myndlistarsýning hjá ART67. Hún lærði myndlist í FG og hélt síðan til Hollands til að læra djasstónlist. Eftir nokkur ár þar var leiðinni heitið í ljósmyndanám til Flórens á Ítalíu.

Sunna Björk hefur flakkað mikið um heiminn og búið á ótal stöðum og upplifað ótrúlegustu hluti. Hún er mikill náttúruunnandi og hefur gengið mikið um óbyggðir Íslands síðustu ár og hefur sú iðja haft áhrif á listtjáningu hennar. Sunna Björk vinnur verk sín í olíu sem eru látlaus og stílhrein náttúruverk. Hún vinnur mikið með flæði og tilfinningar sem glöggt má sjá í verkum hennar.

Sýningin stendur til loka apríl, er sölusýning og eru allir hjartanlega velkomnir.

Art67 er opið sem hér segir: Mánudaga - föstudaga 11:00 - 18:00 Laugardaga 11:00 - 17:00 Sunnudaga 13:00 – 16:00

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page