top of page

ART67: Mæðgurnar, Guðrún le Sage de Fontenay og Guðrún Birna le Sage de Fontenay

508A4884.JPG

fimmtudagur, 5. janúar 2023

ART67: Mæðgurnar, Guðrún le Sage de Fontenay og Guðrún Birna le Sage de Fontenay

Opnun laugardaginn 7. Jan milli kl. 15-17. Sýningin stendur út janúar og eru allir velkomnir. „Með samspili litatóna úr náttúru landsins, ljóss, skugga og hinnar einstöku íslensku birtu nær Guðrún að framkalla náttúrumyndir af hálendi Íslands og færa inn í stofu þar sem fólk getur notið þess hvern dag“.
Guðrún le Sage de Fontenay lauk námi sem grafískur hönnuður árið 1989 frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Frá útskrift hefur Guðrún unnið sem grafískur hönnuður auk þess að leggja stund á málaralist. Guðrún málar bæði með vatnslit og olíu en hún hefur lagt meiri áherslu á olíuverkin undanfarin ár.
Íslensk náttúra veitir Guðrúnu innblástur í verk sín. "Náttúran er tilviljanakennd og því vil ég skapa tilviljanakennt, ég leyfi verkinu að ráða för. Tilfinningar og tilviljanir leiða mig áfram, ég fanga augnablikið og festi á strigann.

Guðrún Birna le Sage de Fontenay hannar og vinnur þessa þrívíðu textíl-skúlptúra á tréramma og striga, með blandaðri tækni. Verkin leika skemmtilega með ljós og skugga og eru tilvalin til að bæta hljóðvist rýmis og skapa minimalíska stemningu.
Verkin kallar hún Krumpur og eru skírskotun í okkar innra landslag og lífsreynslu.
Auk þess að skapa Krumpur og grafísk verk hefur Guðrún Birna grúskað við sköpun af ýmsu tagi. Hún hefur komið að sjónvarpsgerð, tónlistarsköpun og skrifum. Hún starfar einnig sem markþjálfi og leiðir fólk í innri vinnu, að skoða ljós sitt og skugga, læra inná þær krumpur og mynstur sem móta okkur og gera að þeim einstöku mannverum sem við erum.

Art67 er opið sem hér segir:
Mánudaga - föstudaga 11:00 - 18:00
Laugardaga 11:00 - 17:00
Sunnudaga 13:00 – 16:00
www.art67.is
instagram: #galleryart67
S. 511 67 67

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page