top of page

ART67: Björg Friðmarsdóttir

508A4884.JPG

fimmtudagur, 8. febrúar 2024

ART67: Björg Friðmarsdóttir

Björg er Meinatæknir frá Tækniskólanum og er með B.Sc. gráðu í Lífeindafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún fór á sitt fyrsta námskeið í olíumálun árið 1998 hjá Erni Inga fjöllistamanni frá Akureyri. Eftir það sótti hún fjölda námskeiða hjá hinum ýmsu listamönnum m.a. Öldu Ármönnu Sveinsdóttur og Þuríði Sigurðardóttur þar sem hún fann sérstaka tengingu við olíuna. Árið 2021 heillaðist hún af abstrakt listforminu og stundar núna nám í “Art2Life Academy” hjá Nicholas Wilton og hjá Pamelu Caughey “ArtandSuccess PRO”. Björg hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum í gegnum árin, meðal annars með Kolbrúnu Friðriksdóttur í sýningasal Bókasafns Kópavogs. Þar sýndu þær “realistísk” málverk, landslags- og dýramyndir sem unnar voru í olíu.

Sýningin stendur til loka febrúar, er sölusýning og eru allir hjartanlega velkomnir.

Art67 er opið sem hér segir: Mánudaga - föstudaga 11:00 - 18:00 Laugardaga 11:00 - 17:00 Sunnudaga 13:00 – 16:00

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page