top of page

ART67: „Partur af Íslandi í dag…“ Hrafnhildur Gísladóttir

508A4884.JPG

miðvikudagur, 5. júlí 2023

ART67: „Partur af Íslandi í dag…“ Hrafnhildur Gísladóttir

Hrafnhildur er tækniteiknari og útstillingahönnuður og var eitt ár í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hún hefur sótt námskeið í listmálun hjá ýmsum listamönnum eins og Þuríði Sigurðardóttur, Þorgrími Andra, Myrman og Soffíu Sæmundsdóttur.

Hrafnhildur er dóttir Gísla Sigurðssonar fv. ritstjórnarfulltrúa Lesbókar Morgunblaðsins og myndlistamanns. Hún er alin upp við myndlistartal alla sína barnæsku sem hefur átt sinn þátt í að móta hana í listinni sem og öðru. Þegar faðir hennar féll frá var henni réttur pensillinn og sagt „Nú tekur þú við“. Síðan þá hefur hún málað eins og enginn sé morgundagurinn.

Myndirnar á þessari sýningu eru aðallega af Íslenskri náttúru og dýrum. Nánari upplýsingar um Hrafnhildi má finna á www.hrafna.com

Sýningin stendur til loka júlí, er sölusýning og eru allir hjartanlega velkomnir.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page