ART67/Opnun 1. Sept. 14-16: Lilja Bragadóttir – LÍFIÐ ER LEIKUR
fimmtudagur, 29. ágúst 2024
ART67/Opnun 1. Sept. 14-16: Lilja Bragadóttir – LÍFIÐ ER LEIKUR
Málverk Lilju eru litrík og ljóðræn, fígúratíf abstrakt málverk. Í vinnuferlinu birtast einföld form, línur og fígúrur sem dansa í frjálsum leik á striganum. Það fer eftir sjón og ímyndunarafli hver upplifun áhorfandans er af málverkinu. Lilja vinnur í olíu og akrýl, einnig grafík og blandaðri tækni.
Lilja útskrifaðist úr Listaskólanum í Árósum í Danmörku 2004. Hún hefur sótt fjölda námskeiða í Árósum og Helnæs í Danmörku. Einnig hefur hún sótt námskeið í Myndlistarskólum í Reykjavík og Kópavogi. Hún hefur sótt Master Class undir handleiðslu Bjarna Sigurbjörnssonar og Serhly Shavchenko frá Úkraínu.
Lilja hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum bæði á Íslandi og erlendis.
Formleg opnun verður sunnudaginn 1. sept. kl. 14.00 til 16.00 Léttar veitingar í boði. Öll velkomin.
Sýningin stendur til loka september, er sölusýning og eru öll hjartanlega velkomin.