Arnrún Halla Arnórsdóttir: 3 setningar
fimmtudagur, 29. febrúar 2024
Arnrún Halla Arnórsdóttir: 3 setningar
Arnrún Halla Arnórsdóttir opnar sýninguna "3 setningar" 29.febrúar kl.17-19 í Mjólkurbúðinni, Gilinu Akureyri.
Fimmtudaginn 29. febrúar opnar mögulega fyrsta gagnvirka ljóðasýning á Íslandi. Sýningin samanstendur af 21 ljóði í römmum sem öll eru 3 setningar. Á sýningunni er aðgenglegur qr-kóði sem gestir geta skannað og detta þá inn á heimasvæði ljóðanna þar sem höfundur hefur sett inn vísbendingar um kveikjur sumra ljóðanna. Þar gefst gestum kostur á að bæta við ljóðin, tjá upplifun sýna, setja inn myndir, eða bara hvað sem er - eða bara sleppa því að taka þátt og skoða hvað aðrir hafa gert.
Sýningartímar:
1. mars kl.17-19
2. mars kl.14-17
3. mars kl.14-17
8. mars kl.17-19
9. mars kl.14-18
10. mars kl.14-18