Arnór Bieltvedt - Between Worlds
fimmtudagur, 23. mars 2023
Arnór Bieltvedt - Between Worlds
Listamaðurinn Arnór Bieltvedt heldur myndlistarsýningu í sal Grafíksalnum frá 24. mars til 1. apríl 2023. Sýningin ber heitið “Á Milli Heima” og samanstendur af um 20 málverkum. Opnunin er föstudaginn 24. mars klukkan 17:00 til 20:00. Grafíksalurinn er staðsett í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, hafnarmegin.
Málverkin rannsaka rýmið sem býr á milli innblásturs Van Gogh og nútímalistar, Kaliforníu og Íslands, hlutbundinnar og óhlutbundinnar tjáningar og fullunniðs málverks og verks sem er enn í vinnslu.
Arnór hlaut BFA gráðu í málaralist frá Rhode Island School of Design og MFA gráðu í málaralist frá Washington University í St. Louis. Hann nam einnig hagfræði og markaðsfræði í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Arnór hefur haldið fjölda samsýninga og einkasýninga í Evrópu og Bandaríkjunum undanfarna þrjá áratugi. Í dag býr hann ásamt fjölskyldu sinni í Pasadena, Kaliforníu, þar sem hann fæst við listsköpun og listkennslu.