top of page

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir með leiðsögn um sýningu sína ECHO LIMA á laugardag

508A4884.JPG

fimmtudagur, 10. apríl 2025

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir með leiðsögn um sýningu sína ECHO LIMA á laugardag

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir verður með listamannaspjall um sýningu sína ECHO LIMA sem stendur yfir í BERG Contemporary um þessar mundir. Spjallið er á laugardag, 12. apríl, klukkan 14. Það er öllum opið að kostnaðarlausu.

Um listamanninn:
Anna Júlía Friðbjörnsdóttir (f.1973) lagði stund á myndlistarnám í Manchester School of Arts, Manchester Metropolitan University, London Guildhall University og í Myndlistar og handíðaskóla Íslands. Hún hefur sýnt verk sín víðsvegar á Íslandi, í Finnlandi og Þýskalandi. Hún var tilnefnd til íslensku myndlistarverðlaunanna 2018 og hlaut styrk Myndlistarmiðstöðvar til árslangrar vinnustofudvalar í Künstlerhaus Bethanien í Berlín frá 2022-'23. Hún býr og starfar í Reykjavík.

Sýning hennar stendur til og með 26. apríl næstkomandi. Opið er í galleríinu 11-17 þriðjudaga til föstudaga og 13-17 á laugardögum.
Verið velkomin.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page