top of page

Anna Hrund Másdóttir: dáðir, draumar og efasemdir

508A4884.JPG

fimmtudagur, 14. mars 2024

Anna Hrund Másdóttir: dáðir, draumar og efasemdir

Verið öll hjartanlega velkomin á opnun einkasýningar Önnu Hrundar Másdóttur, dáðir, draumar og efasemdir í Nýlistasafninu laugardaginn 16. mars kl. 16. Samhliða sýningunni kemur út sýningardagbók, þar sem aðdragandi sýningarinnar birtist í myndum og textum eftir Guðlaugu Míu Eyþórsdóttur og Kristínu Ómarsdóttur.

Berglind Erna Tryggvadóttir sér um sérstakar veitingar á opnuninni. Sýningin stendur til 28. apríl.

Anna Hrund Másdóttir lærði myndlist við Listaháskóla Íslands, Mountain School of Art og lauk MFA námi frá California Institute of the Arts vorið 2016. Anna hefur tekið virkan þátt í listalífinu hérlendis, tekið þátt í ýmsum verkefnum og sýnt víða, svo sem Listasafni Reykjavíkur, Gerðarsafni, Harbinger og Gallery Port. Auk þess að starfa sem myndlistarmaður er hún meðlimur í Kling & Bang.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page