Anna Eyjólfsdóttir – LEYSINGAR
fimmtudagur, 7. nóvember 2024
Anna Eyjólfsdóttir – LEYSINGAR
Opnun Laugd. 2. Nóv kl. 13:00 Öll velkomin.
Anna er fædd á Ísafirði en uppalin í Reykjavík, þar sem hún býr í dag. Hún heillaðist af fjöllunum fyrir vestan en hún dvaldi þar oft á sumrin.
Anna fékk snemma áhuga á myndlist. Síðustu árin hefur hún unnið mest með vatnsliti og sækir innblástur í verkin í náttúruna.
Hún hefur numið myndlist í Myndlistarskóla Kópavogs og sótt námskeið á vegum Vatnslitafélags Íslands bæði hjá íslenskum og erlendum kennurum.
Vatnslitasýningin Leysingar er tilvitnun í hlýnun jarðar og bráðnun jökla. Myndirnar eru heillandi og draumkenndar og oft á tíðum finnur áhorfandinn sinn uppáhaldsstað í verkunum.
Anna hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og er meðlimur í Vatnslitafélagi Ísland, Myndlistarhópsins Litagleði og Litku-Myndlistarfélagi.
Fyrsta einkasýning Önnu var á Heilsugæslustöðinni í Glæsibæ árið 2022, þar sem hún starfaði sem hjúkrunar-og lýðheilsufræðingur.