top of page
Andri Björgvinsson og Rúnar Örn Jóhönnu Marinósson: Nimbus

fimmtudagur, 13. nóvember 2025
Andri Björgvinsson og Rúnar Örn Jóhönnu Marinósson: Nimbus
22. nóvember klukkan 17 opna Andri Björgvinsson og Rúnar Örn Jóhönnu Marinósson myndlistarsýninguna Nimbus í Á milli á Ingólfsstræti 6.
Á henni sýna listamennirnir ný verk sem unnin eru sérstaklega fyrir sýninguna. Á opnuninni verður boðið upp á veigar í öllum regnbogans litum. Sýningin verður einnig opin á eftirfarandi tímum: 23. nóv frá 14-18 24-29. nóv frá 16-19 30. nóv frá 14-18
Regnþykkni með töfrabragði Hvað skyldi falla úr þessu skýi? Kannski slydda Eða einhvers konar dýrð Einhvers konar sam…úði Helíumblaðra í Hagkaup hugfanginn horfi ég á hana Hún er fangi á flótta Frá okkur Það er ekki alltaf gaman og það er allt í lagi
bottom of page


