top of page

Andlát: Torfi Jóns­son

508A4884.JPG

fimmtudagur, 5. september 2024

Andlát: Torfi Jóns­son

Torfi Jóns­son, list­mál­ari og kenn­ari, lést á Hrafn­istu í Hafnar­f­irði 26. ág­úst síðastliðinn, 89 ára að aldri.

Torfi fædd­ist á Eyr­ar­bakka 2. apríl 1935. For­eldr­ar hans voru Hanna Al­vilda Ingi­leif Helga­son, f. 1910, d. 1999, og Jón S. Helga­son stór­kaupmaður, f. 1903, d. 1976. Systkini Torfa eru Helgi V., d. 2021, Hall­grím­ur G. og Sig­ur­veig.

Torfi út­skrifaðist úr Verzl­un­ar­skóla Íslands 1954 og sótti í kjöl­farið ýmis nám­skeið í Handíðaskól­an­um, enda hafði hann málað mynd­ir og teiknað frá barnæsku, ásamt því að starfa við rekst­ur for­eldra sinna. Hann stundaði nám við Lista­há­skól­ann í Ham­borg 1958-61 í graf­ískri hönn­un þar sem hann kynnt­ist og til­einkaði sér skraut­skrift, let­ur­fræði og bóka­gerð. Við heim­komu stofnaði Torfi hönn­un­ar­stofu í Reykja­vík og rak til árs­ins 1977.

Torfi kenndi hönn­un árum sam­an við Mynd­lista- og handíðaskóla Íslands og var skóla­stjóri frá 1982 til 1986. Síðar kenndi hann við Iðnskól­ann þar til hann lét staðar numið vegna ald­urs. Torfi starfaði jafn­framt sem bóka­hönnuður, meðal verka hans þar eru Pass­íusálm­ar séra Hall­gríms Pét­urs­son­ar, lista­verka­bæk­ur ASÍ og ýms­ar ljóðabæk­ur.

Snemma á ferl­in­um haslaði Torfi sér völl í let­ur­skrift á er­lend­um vett­vangi með þátt­töku í ótal sam­sýn­ing­um og vann til verðlauna fyr­ir verk sín og var eft­ir­sótt­ur kenn­ari í skraut­skrift bæði hér heima og í Þýskalandi þar sem hann kenndi nám­skeið í 13 ár. Málaði Torfi jafn­an stór­ar vatns­lita­mynd­ir úti í nátt­úr­unni víða um land. Fyrsta einka­sýn­ing hans var á Loft­inu á Skóla­vörðustíg árið 1965 og eft­ir það hélt hann fjölda annarra sýn­inga. Síðasta sýn­ing­in var á Hrafn­istu í Hafnar­f­irði árið 2018.

Torfi læt­ur eft­ir sig fimm börn, 13 barna­börn og 14 barna­barna­börn. Son­ur hans og Stein­unn­ar Jóns­dótt­ur er Hörður Ingi, húsa­smíðameist­ari, f. 1956. Með fyrri eig­in­konu, Elsu Heike Jóakims­dótt­ur Hart­mann, eignaðist hann Svandísi, há­greiðslu­meist­ara, f. 1960, Krist­ínu, kenn­ara, list­mál­ara og út­still­inga­hönnuð, f. 1961, og Jó­hann Ludwig, lista­mann, f. 1965. Með seinni eig­in­konu sinni, Jón­ínu Helgu Gísla­dótt­ur pí­anó­leik­ara, d. 2009, eignaðist hann Guðrúnu Ingu, lög­fræðing, f. 1982.

Útför Torfa fer fram frá Foss­vogs­kirkju 10. sept­em­ber klukk­an 13.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page