top of page

Andlát: Sigrún Ögmundsdóttir

508A4884.JPG

fimmtudagur, 14. nóvember 2024

Andlát: Sigrún Ögmundsdóttir

Sigrún Ögmunds­dótt­ir fædd­ist 4. júlí 1959 í Reykja­vík. Hún lést á krabba­meins­deild Land­spít­al­ans 29. októ­ber 2024.

For­eldr­ar henn­ar eru Jó­hanna Boeskov, f. 12. júlí 1932, og Ögmund­ur Hauk­ur Guðmunds­son, f. 22. apríl 1924, d. 17. júní 1995.

Syst­ur henn­ar eru Ása Ögmunds­dótt­ir, f. 18. des­em­ber 1957, maki Árni Reyk­dal og dótt­ir Freyja Inga­dótt­ir, og Elín Ögmunds­dótt­ir, f. 5. októ­ber 1967, maki Óli Þór Hilm­ars­son og börn Dag­mar Óla­dótt­ir og Hlyn­ur Ólason. Sam­feðra eru Rósa, Stein­dór, Örn og Ingi­björg.

Dótt­ir Sigrún­ar er Vera Vil­hjálms­dótt­ir, f. 17. júní 1983, faðir henn­ar er Vil­hjálm­ur Svans­son.

Sigrún ólst upp í Hafnar­f­irði fyrstu árin en flutt­ist síðar í Kópa­vog og sótti þar grunn- og mennta­skóla. Hún stundaði nám í grafík­deild Mynd­lista- og handíðaskóla Íslands árin 1980-1985 og síðar í grafík­deild Det Fynske Kunstaka­demi í Od­en­se í Dan­mörku 1986-1990 þar sem hún út­skrifaðist með BA-próf.

Sigrún vann í 10 ár hjá Lands­sam­bandi hesta­manna­fé­laga og fór þaðan yfir í Fjár­mála­eft­ir­litið árið 2008 þar sem hún starfaði þar til hún fór í veik­inda­leyfi í árs­byrj­un 2024. Sigrún vann alltaf að list­inni sam­síða ann­arri vinnu, hún tók þátt í fjöl­mörg­um sam­sýn­ing­um, ásamt því að halda einka­sýn­ing­ar á sín­um mynd­list­ar­ferli. Hún tók virk­an þátt í Íslenskri grafík í fjöl­mörg ár og sat meðal ann­ars í stjórn fé­lags­ins um tíma.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page