top of page

Andlát: Nína Gautadóttir

508A4884.JPG

fimmtudagur, 9. janúar 2025

Andlát: Nína Gautadóttir

Nína Gauta­dótt­ir mynd­list­ar­kona lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans á Landa­koti aðfaranótt föstu­dags­ins 13. des­em­ber, 78 ára að aldri.

Nína fædd­ist í Reykja­vík 28. júní 1946 og ólst upp í Vest­ur­bæn­um, fyrst á Greni­mel en síðan á Ásvalla­götu. For­eldr­ar henn­ar eru Elín Guðjóns­dótt­ir og Gauti Hann­es­son. Nína gekk í Gaggó Vest þar sem Jó­hann Briem kenndi mynd­list og hafði hann mik­il áhrif á hana.

Hún fór í Hjúkr­un­ar­skóla Íslands en eft­ir út­skrift þaðan hélt hún til Par­ís­ar og lærði mynd­list í Beux-Arts eft­ir að hafa stundað frönsku­nám í eitt ár í Sor­bonne. Hún vann fyr­ir sér meðfram nám­inu sem einka­hjúkr­un­ar­kona hjá rík­um baróness­um. Hún út­skrifaðist úr mál­ara­deild Beaux-Arts 1976 og fór síðan í fram­halds­nám í vefnaði og skúlp­túr.

Í list sinni blandaði hún gjarn­an tækni þess­ara greina sam­an, vann m.a. við vefnaðinn með áhöld­um mynd­höggv­ar­ans, enda voru verk henn­ar gjarn­an þrívíð, stór og kraft­mik­il. Hún flutt­ist síðan til Afr­íku, bjó í Kam­erún, Saír og Níg­er þar sem hún kynnt­ist hirðingjaþjóðflokkn­um Tuareg og lærði að vinna lit­rík­ar mynd­ir í leður.

Eft­ir það sneri hún sér að mál­verk­inu, vann m.a. með egypsk­ar híeróglýf­ur og gerði eft­ir­minni­legt 80 metra langt mál­verk byggt á sög­unni Um­hverf­is jörðina á 80 dög­um. Hún málaði fjölda mynda sem eru inn­blásn­ar af ís­lenskri nátt­úru.

Nína hélt sína fyrstu einka­sýn­ingu á Kjar­vals­stöðum 1980 og hélt á ferli sín­um yfir 30 einka­sýn­ing­ar og tók þátt í mörg­um sam­sýn­ing­um. Hún vann til marg­vís­legra verðlauna fyr­ir verk sín, m.a. frá Par­ís­ar­borg, Aþenu­borg og fleir­um. Verk henn­ar hafa verið keypt af söfn­um og stofn­un­um víðs veg­ar um heim, m.a. Lista­safni Par­ís­ar­borg­ar, Lista­safni Reykja­vík­ur, Lista­safni Kópa­vogs og kirkj­unni Saint-Germain-des-Prés í Par­ís.

Nína varði masters­gráðu í sál­grein­ingu við Uni­versité Par­is 8 árið 2003. Hún lauk prófi úr Leiðsögu­skóla Íslands 2008 og starfaði nokkuð við leiðsögu­mennsku eft­ir það. Hún bjó í Par­ís frá 1970 en kom alltaf til Íslands á sumr­in. Hin síðari ár dvald­ist hún sí­fellt meira á Íslandi.

Nína læt­ur eft­ir sig þrjú börn og fjög­ur barna­börn, sem öll búa í Bordeaux í Frakklandi.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page