ANARKIST ~ FAGURFRÆÐI - Open call
fimmtudagur, 22. febrúar 2024
ANARKIST ~ FAGURFRÆÐI - Open call
Sýning í Fyrirbæri á Hönnunarmars í apríl dagana 24 - 27 apríl 2024.
Verkefnið Anarkist ~ Fagurfræði vinnur með myndlist og hönnun. Listamenn og hönnuðir sýna í Gallerí Fyrirbæri sem er multi komplex skapandi einstaklinga á Ægisgötu 7 í miðbæ Reykjavíkur. Sýningin gengur út á að þenja mörkin á milli myndlistar og hönnunar. Við skoðum list sem skilgreiningu, nú eða endurskilgreiningu á þörfum mannsins: list er samfélagsgagnrýni og upplifun. Hvenær verður list hönnun?
Ef þú hefur áhuga hafðu þá samband við okkur í tölvupósti artstudiosphenomenon@gmail.com fyrir 26. febrúar.
Með þessum upplýsingum:
Nafn
Heimasíða
Um höfund íslensku og ensku
Lýsing á verki/um íslensku og ensku
Mynd af verki/um 300 dpi
Mynd af höfundi 300 dpi
Verð fyrir þátttöku er 15.000 kr*.
*Fyrirbæri tekur ekki prósentu af seldum verkum/vörum og það verður posi á staðnum.