Anarkist ~ Fagurfræði: Group Exhibition / Samsýning
miðvikudagur, 24. apríl 2024
Anarkist ~ Fagurfræði: Group Exhibition / Samsýning
Samsýningin Anarkist ~ Fagurfræði vinnur með myndlist og hönnun. Listamenn og hönnuðir sýna í Gallerí Fyrirbæri sem er multi komplex skapandi einstaklinga á Ægisgötu 7 í miðbæ Reykjavíkur. Sýningin gengur út á að þenja mörkin á milli myndlistar og hönnunar. Við skoðum list sem skilgreiningu, nú eða endurskilgreiningu á þörfum mannsins: list er samfélagsgagnrýni og upplifun. Hvenær verður list hönnun?
Sýningin er hluti af Hönnunarmars 2024
Catwalk 25. apríl kl. 19:00-20:00
Repüp & Framleiðsla Hugrekkisins verða með catwalk fyrir gesti hátíðarinnar. Repüp sýnir það sýnar nýjustu útsetningar á fatnaði þar sem hver flík er einstök. Repüp vinnur með notuðu föt sem eru sérvalin og útfærð í nýjan búning. Repüp býr til einstök föt þar sem máttur þeirra liggur í þægilegheitum og einkennilegum samsetningum. Framleiðsla Hugrekkisins er sköpunarverk listamannsins Katrínar Ingu. Hugrekkinu verður gerð skil á flík sem grunnstoð í fataskápnum. Hver bolur er einstakt verk í seríu listamans.