top of page

Almar Steinn Atlason opnar sýningu í Gluggagalleríinu STÉTT

508A4884.JPG

fimmtudagur, 18. desember 2025

Almar Steinn Atlason opnar sýningu í Gluggagalleríinu STÉTT

Almar Steinn Atlason sýnir innsetninguna Byltingunni hefur verið frestað vegna skorts á ríkisfjármagni í Gluggagalleríinu STÉTT. Sýningin opnar fimmtudaginn 18. desember nk. og stendur opnunin frá kl. 17:00 til 19:00. Gluggagalleríið STÉTT er sýningarrými í Bolholti 6 sem opið er allan sólarhringinn, allt árið um kring.

Byltingunni hefur verið frestað vegna skorts á ríkisfjármagni. Öllum þeim sem höfðu mælt sér mót við okkur í gömlu skotgröfunum í Öskjuhlíð er boðið að syrgja með okkur byltinguna fyrir utan Bolholt 6, þann 18. desember næstkomandi. Listamaðurinn Almar Steinn Atlason fer með skemmtanahald. Samúðarkveðjur til allra samverkamanna nær og fjær.

Almar er listamaður í Reykjavík. — https://almaratlason.is

Gluggagalleríið STÉTT er sýningarrými í glugga Vorstjörnunnar – Alþýðuhúss, Bolholti 6, 105 Reykjavík, þar sem fjölmiðillinn Samstöðin er meðal annarra til húsa.

Sýning Almars er sú fimmta sem sett er upp í rýminu. Áður hafa sýnt þar Amanda Riffo, listneindin sadbois og Steinunn Gunnlaugsdóttir. Opnunarsýning gallerísins, vorið 2024, var samsýning með verkum Hildar Hákonardóttur, Steingríms Eyfjörð, Ingibjargar Magnadóttur, Jóns Óskars, Þrándar Þórarinssonar, Sigrúnar Hrólfsdóttur, Söru Björnsdóttur, Egils Sæbjörnssonar, Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar.

Umsjón með sýningarrýminu, frá og með haustinu 2024, hafa Steinunn Gunnlaugsdóttir og Snorri Páll Jónsson.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page