top of page
Allt sem ég sá - Georg Douglas
fimmtudagur, 30. nóvember 2023
Allt sem ég sá - Georg Douglas
Allt sem ég sá heitir einkasýning Georg Douglas sem opnar í Listasal Mosfellsbæjar þann 24. nóvember kl 16.
Titill sýningarinnar; Allt sem ég sá, vísar í það sem Georg sér þegar hann horfir á blóm, sem er ekki öllum augljóst, nema kannski með viðeigandi menntun í vísindum. Georg Douglas er jarðfræðingur að mennt og hefur málað samhliða því í mörg ár. Áhrif frá vísindasviði og reynslu hans í þeirri grein gefur honum innblástur við mótun verka.
Georg Douglas er fæddur í Derrysýslu á Norður Írlandi árið 1945 en hef verið íslenskur ríkisborgari síðan 1975 og búið í Mosfellsbæ í nær 50 ár.
Sýningin stendur til og með 22. desember.
Opið er á opnunartíma bókasafnsins.
bottom of page